Mebabeib mælirinn

miðvikudagur, 4. júlí 2007

Bloggflutningur....

.....ég er búin að færa bloggið mitt yfir á www.asadora.bloggar.is - verið velkomin :)

mánudagur, 26. mars 2007

Kraftaverk !!!

.....já greinilega gerast þau annað slagið - ekki stór - en nóg til að koma manni í gírinn aftur.....kíkið endilega á www.thesecret.tv og horfið á myndina....hrein snilld !!!

Ég er komin með sambýling.......og var að spá í hvort þið gætuð ekki hjálpað mér við að finna nafn á strákinn..........þetta er gári - heiðblár á litinn og mesta rólyndisskinn......nema hann sé svona sjokkeraður eftir ferðalagið......það kemur í ljós á morgun.......gaman að vera komin með félaga......;o)

góða nótt,

Ása Dóra

miðvikudagur, 14. mars 2007

well well well

....það er orðið langt síðan ég potaði einhverju hingað inn......og fólk greinilega orðið óþolinmótt hehe.....en hvað skal segja - já ég er bara ekki í stuðinu þessa dagana.....fór ekki einusinni í vigtun í dag.....er að líklega að bíða eftir að kraftaverk gerist og ég léttist um 40 kíló án þess að lyfta litla fingri - það gæti nú gerst mar.......!!!!

....en jú ég er í einhverju óstuði - næ ekki að einbeita mér að því að vinna að þessu verkefni - mikla allt fyrir mér og ríf mig niður fyrir að standa mig ekki......

......þegar ég er í svona ekki stuði finnst mér óþægilegt að blogga.....finnst það erfitt að geta ekki sýnt fólki að mér gangi vel.....

......ég hef tekið eftir því undanfarið hvað mér líður hrikalega illa þegar ég borða sykur og sullmat....fæ hausverk, ógleði og svima - verð þreytt og kem mér ekki að því að gera neitt að viti.....leggst í dvala eiginlega......ég skil bara ekki af hverju ég ríf mig ekki upp - og geri þetta bara - í eitt skipti fyrir öll????!!!!!

.........kraftaverk óskast..............

föstudagur, 2. mars 2007

.......loksins (skrifað í gær 1.mars !!)

......hafði ég mig í að skrifa meira hérna inni, er nú búin að reyna mikið að komast inn, en það er eitthvað búið að vera í ólagi, þannig að ég gat ekki skrifað neitt !!!!

.....það er skemmst frá því að segja að matarræðið hefur ekki verið tekið föstum tökum síðustu viku......en ég var dugleg að afsaka mig með því að ég var ekki með ofn sem virkaði (bíddu.....hann er búinn að vera bilaður í marga mánuði.....var það eitthvað nýtt????!!! )

......já alltaf er jafnauðvelt að finna góðar afsakanir fyrir því að vera ekki að standa við það sem maður er búinn að lofa sjálfum sér....!!!! Já það er nebbnilega málið - maður lofar sjálfum sér......engum öðrum - að standa við það sem maður ákveður........og maður svíkur nákvæmlega engan annan en sjálfan sig þegar maður svíkst undan.......það er nebblega það sko!!!!

Ég er nú komin með nýjan ofn - og ég var að enda við að elda máltíð fyrir hádegið á morgun (gerði aukaskammt sem ég ætla að reyna að frysta - sjá hvernig það kemur út).....heheh, já og klukkan er orðin tíu og rúmlega það - skemmtilegur tími fyrir eldamennskuna ;o)

og já Viktoría (einsog ég sá að einhverjir átaksbloggarar kalla vigtina) - hún var vond - en svo góð við mig - ég þyngdist semsé um 1,5 kg. en léttist svo vikuna á eftir um 1,4 kg........nei auðvitað er Viktoría ekki vond - eða góð - bara ég óþekk - eða dugleg hehe

......ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði í bootcampinu - finnst ég grennast þó ég léttist ekki mjög hratt......ég mæli eindregið með þessu - þó það sé stundum erfitt - þá er mjööööög gaman hjá okkur !!!

.....og það er æfing í fyrramálið - þannig að það er best að fara að slútta þessu í kvöld - fiskiréttur að kólna á bekknum og þvottur í bala sem bíður óþregjufullur eftir að komast á snúru

.... eigið þið góðar stundir og megi englarnir vaka yfir ykkur öllum

góða nótt

Ása Dóra

fimmtudagur, 22. febrúar 2007

p.s...............

.........það væri nú gaman að fá eina línu frá ykkur - ef þið kíkið á mig elskurnar- því það er ekki alltaf hollt að rökræða við sjálfan sig.....

knús og kram einsog þeir segja í kóngsins Köben,

yours truely....

.........jæja krakkar mínir.......

........nú er ég loksins komin í gang aftur - einsog gömul dráttarvél snéri ég mér í gírinn og hugurinn er kominn í rétt horf !!!!!

Skrýtið hvað maður getur verið misvel upplagður.....fyndið líka - einmitt þegar nálin á megabeib mælinum er á niðurleið - skrambans mælirinn sýnir heldur ekki nema heil kíló - sem er mjööööög slæmt þegar maður er að gleðjast yfir hverju grammi sem yfirgefur mann!!!

Talandi um það - mér finnst alltaf svo skrýtið þegar fólk segir að það "missi" kíló !!! Mér finnst það orð bera í sér að maður sakni þess sem hverfur - samanber að missa ástvin - eða missa vinnuna - þess vegna tala ég um að losna við kíló - því ekki sakna ég þeirra eina minnstu baun he ha ha.........

Jæja - þetta er eitthvað stutt í annan endann hjá mér í kvöld - enda þarf ég að fara að hvíla mig fyrir átökin í fyrramálið - Bootcamp klukkan 06:30:00 stundvíslega vííííí

eigið þið ánægjulega daga alla daga,

kveðja Ása Dóra

mánudagur, 19. febrúar 2007

....this is a closest thing to crazy I have ever been....

.....syngur Katie Melua - og já mér líður pínu einsog ég sé að geggjast - því ég veit alveg hvað ég á að gera - en hef mig ekki í nokkurn hlut !!!!

Stundum vildi ég vera skilin eftir á eyðieyju þar sem ég fengi bara ákveðinn matarpakka á hverjum degi - og þyrfti ekki að hugsa um neitt annað - en nei lífið er víst ekki svo einfalt.......

Ég er búin að reyna að fikra mig áfram með að bæta inn á bloggsíðuna mína, en virðist ekki finna út úr að setja inn hnapp sem heitir "myndir" og setja myndir inn í hann.......þannig að hjálp enívonn - hehe !!!!

Matarræðið gengur semsagt ekki baun - fékk mér sveittan hamborgara í kvöldmat - eftir að vera búin að vinna á Höfða til rúmlega átta.......og ég skrópaði í bootcampið í morgun......notaði Rósu frænku og fylgifiska hennar sem afsökun........

Nú ætla ég að sitja fund hjá DDV eftir vigtun á miðvikudag og soga í mig innblástur og kraft......í viðbót við það sem ég hef fengið frá góðum vinum (m.a. eitt komment hérna á síðunni :D ).......og nú skal matarræðið skipulagt !!!!

eigið þið góða daga

kveðja Ása Dóra